Kjósum stálið - Innanfélagsmót á kjördag 2024

Í dag fór fram Kjósum stálið! Innanfélagsmót Kraftfélagsins

Óhætt er að segja að þetta hafi verið frábær dagur með góðum anda og glæslegum bætingum hjá keppendum, sem voru margir að stíga sín fyrstu skref, í bland við margreynda keppendur. Við þökkum kærlega okkar frábæra starfsfólki sem með sínu ómetanlega framlagi gerði okkur kleift að halda mótið.

Auk þess þökkum við styrktaraðlum mótsins vitargo.is www.worldclass.is

KRAFTFÉLAGIÐ

Kraftfélagið er samfélag fólks í styrktarþjálfun og kraftlyftingum hjá Ingimundi Björgvinssyni styrktar- og kraftlyftingaþjálfara í sal Kraftfélagsins í World Class á Seltjarnarnesi.

Iðkendahópurinn er fjölbreyttur – fólk á öllum aldri sem stundar kraftþjálfun til að bæta heilsu og almenna líkamlega getu er í meirihluta, en lítill hluti hópsins leggur einnig áherslu á frammistöðu og markmið í keppni og keppir reglulega í kraftlyftingum, innanlands og erlendis.

Kraftfélagið tekur við nýjum iðkendum á öllum aldri, í vel útbúnum kraftlyftingasal Kraftfélagsins í World Class á Seltjarnarnesi eða fjarþjálfun sérsniðna eftir þörfum iðkenda.

https://www.kraftfelagid.is
Previous
Previous

Sjö keppendur úr Kraftfélaginu á Íslandsmótinu í bekkpressu með búnaði