Kraftfélagið átti frábæran dag á ÍM öldunga - 34 Íslandsmet slegin

Þátttakendur Kraftfélagið ÍM Öldunga Kristín Ninja Seseelja Laufey Kristjáns Ingunn Jóns Guðný Ásta Rebekka Silvía María Arthúrs Brynhildur Lilja Dagmar Agnars Sigga Snorra Hrefna Rósa Akranes kraftlyftingar lyftingar 2025  Ingimundur Björgvinsson

Kátir öldungar eftir verðlaunaafhendingu fyrri hluta mótsins

Kraftfélagið átti frábæran dag á Íslandsmóti öldunga í dag sem var að þessu sinni hjá Kraftlyftingafélagi Akraness.  Kraftfélagið fjölmennti að venju, en að þessu sinni tóku 20 keppendur frá KFR þátt, 12 konur og 8 karlar. Í hópnum voru samtals 34 Íslandsmet slegin og ennþá fleiri persónuleg met sett.  

Flest met voru slegin í kvennaflokknum, en Sigga Snorra sló met í öllum sínum lyftum á mótinu. Hún var einnig þriðja stigahæst í flokki kvenna.

Guðný Ásta sló einnig margoft met í M1 og M2 og þar að auki stigahæst í kvennaflokki á Íslandsmótinu í dag.

Að auki tóku Rebekka, Sesselja, Jóhann og Ásgeir góð met.

Sigga Snorra sló 12 Íslandsmet

Sigga Snorra slá samtals 12 Íslandsmet í M2 – 69 í hvert skipti sem hún lyfti í dag og varð auk þess þriðja stigahæst í kvennaflokki. 


Úrslit keppenda KFR

Í kvennaflokki

M1

Rebekka -57 1.sæti, Íslandsmeistari Hb 100,5 Íslandsmet, Bp 67.5 og Dl 110 = 278 (Allt PB)

Ingunn, -63 1.sæti Íslandsmeistari, Hb 85, Bp. 60 Dl 100 = 245 kg. (Allt PB) 

Kristín Ninja -63 2. sæti Hb 70 (PB), Bp. 50,  Dl. 100 (PB) = 220 kg.(PB) 

Hrefna -69 1. sæti Íslandsmeistari, Hb 117,5 Bp. 62.5. Dl120 = 300 kg.

Brynhildur -84. 1. sæti, Íslandsmeistari, Hb.110, Bp.70, Dl 120  = 300 kg. (Allt PB)

M2

Stigahæstu konurnar á Íslandsmótinu

Guðný Ásta var stigahæst kvenna á mótinu, Elsa Páls, Massa önnur og Sigga Snorra þriðja stigahæst á mótinu

Sigga Snorra -69 1. sæti, Íslandsmeistari, Hb. 132, Bp 72, Dl 144,5 = 348,5 kg.  Sló Íslandsmet í öllum sínum lyftum í dag og í samanlögðu, samtals 12 Íslandsmet í M2 – 69 og varð auk þess þriðja stigahæst í kvennaflokki. 

Laufey Kristjáns -69 2. sæti, Hb. 115 (PB), Bp. 62,5, Dl. 140,5 (Íslandsmet) = 318 kg (PB).

Sigga Andersen -69  3. Sæti, Hb. 110 bp. 65, Dl 112,5 = 287,5 kg. (Allt PB)

Sesselja -76, 1. sæti, Íslandsmeistari, Hb. 130 , Bp. 75,5 Íslandsmet  Dl 150 = 355,5 kg. (Allt PB)

María -84 2. sæti, Hb 132,5 Bp. 62,5 Dl 135 = 330 kg. (Allt PB)

Guðný Ásta +84 1. sæti, Íslandsmeistari, Hb.179, Bp. 115,5, Dl 175 = 469,5 kg. Sex Íslandsmet í Hb í M1 og M2 og janframt sex í Bp og single lift M1 og M2 og fjórum sinnum í sambanlögðu, samtals sextán Íslandsmet og þar að auki stigahæst í kvennaflokki.

M3 

Dagmar -57 1. sæti, Íslandsmeistari, Hb 90, Bp. 42.5 Dl. 115 = 247,5 kg.

Í karlaflokki

M1

Andri Fannar -93 kg. 2. sæti. Hb.192,5, bp.125, 222,5 = 540 kg. (Allt PB)

Eggert Jóhann n,- 93 kg. 3. sæti  Hb 125 (PB), bp 100, Dl 165 (PB) = 390 kg. (PB) 

Helgi Már -105 2. sæti  Hb.140, Bp.112,5, Dl 190 = 442,5 kg. (Allt PB)

Vilhjálmur Reyr -105 3.sæti 147,5, 102,5, 177,5 = 427,5 kg.

Eiríkur Elís -105 4. sæti, Hb.155, Bp. 92,5 Dl 177,5= 425 kg. (Allt PB)

Ásgeir, 1. sæti , Íslandsmeistari +120 , Hb 225, Bp 155 Dl 260,5 Íslandsmet = 640,5 kg. Íslandsmet

Guðný Ásta sló sextán Íslandsmet

Guðný Ásta sló samtals sextán Íslandsmet og varð þar að auki stigahæst í kvennaflokki.


M2

Jóhann Tómas 93 kg. 1. Sæti, Íslandsmeistari, Hb:190, Bp:130 (jöfnun á Íslandsmeti),  Dl. 215 = 535 kg. Íslandsmet 

M3

Jóhann Frímann ,  -74  1. sæti, Íslandsmeistari, Hb. 80 Bp. 60 Dl.100 = 240 kg. (Allt PB)

Kristín Ninja og Ingunn M1 - 63

Rebekka, Íslandsmeistari M1 -57

Hrefna, Íslandsmeistari - M1 -69

María í 2. sæti

Jóhann Frímann, 1. sæti Íslandsmeistari M3 - 74

Sesselja setti Íslandsmet M2 -76 í bekkpressu og er Íslandsmeistari í flokkinum

Jóhann setti Íslandmet í M2 -93 og er Íslandsmeistari í flokkinum

Laufey, Sigga Snorra og Sigga Andersen

1.-3. sæti í M2 - 69

KRAFTFÉLAGIÐ

Kraftfélagið er samfélag fólks í styrktarþjálfun og kraftlyftingum hjá Ingimundi Björgvinssyni styrktar- og kraftlyftingaþjálfara í sal Kraftfélagsins í World Class á Seltjarnarnesi.

Iðkendahópurinn er fjölbreyttur – fólk á öllum aldri sem stundar kraftþjálfun til að bæta heilsu og almenna líkamlega getu er í meirihluta, en lítill hluti hópsins leggur einnig áherslu á frammistöðu og markmið í keppni og keppir reglulega í kraftlyftingum, innanlands og erlendis.

Kraftfélagið tekur við nýjum iðkendum á öllum aldri, í vel útbúnum kraftlyftingasal Kraftfélagsins í World Class á Seltjarnarnesi eða fjarþjálfun sérsniðna eftir þörfum iðkenda.

https://www.kraftfelagid.is
Next
Next

Kraftfélagið heldur byrjendamót Kraft - dómarar útskrifaðir