Kraftfélagið heldur byrjendamót Kraft - dómarar útskrifaðir

Kraftfélagið hélt í dag byrjendamót í kraftlyftingum fyrir hönd Kraftlyftingasambanda Íslands í nýju aðstöðu félagsins í World Class á Seltjarnarnesi.
Frábær dagur með fullt af efnilegum nýliðum frá okkur og flestum virkum kraftlyftingafélögum landsins. Við erum ótrúlega stolt af starfsfólkinu okkar sem stóð sig frábærlega og tryggði vel heppnað mót – takk kærlega fyrir ómetanlega vinnu! Þetta gerist ekki án ykkar allra
Takk einnig til allra keppenda, aðstoðarmanna og fjölmörgu áhorfenda sem sköpuðu magnaða stemningu allan daginn!
Að auki voru fimm nýir dómarar útskrifaðir, þar af tvær í okkar eigin röðum hjá KFR – til hamingju Guðný Ásta og Rebekka!

KRAFTFÉLAGIÐ

Kraftfélagið er samfélag fólks í styrktarþjálfun og kraftlyftingum hjá Ingimundi Björgvinssyni styrktar- og kraftlyftingaþjálfara í sal Kraftfélagsins í World Class á Seltjarnarnesi.

Iðkendahópurinn er fjölbreyttur – fólk á öllum aldri sem stundar kraftþjálfun til að bæta heilsu og almenna líkamlega getu er í meirihluta, en lítill hluti hópsins leggur einnig áherslu á frammistöðu og markmið í keppni og keppir reglulega í kraftlyftingum, innanlands og erlendis.

Kraftfélagið tekur við nýjum iðkendum á öllum aldri, í vel útbúnum kraftlyftingasal Kraftfélagsins í World Class á Seltjarnarnesi eða fjarþjálfun sérsniðna eftir þörfum iðkenda.

https://www.kraftfelagid.is
Previous
Previous

Kraftfélagið átti frábæran dag á ÍM öldunga - 34 Íslandsmet slegin

Next
Next

Laufey Agnars er heimsmeistari í bekkpressu með búnaði