Kraftfélagið sendi átján keppendur á Bikarmótið í klassík - sjö Íslandsmet slegin.
Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í dag. Kraftfélagið sendi átján keppendur, níu konur og níu karla sem kepptu í öldungaflokkum.
Að þessu sinni voru sjö nýir liðsmenn, sem stóðu sig með prýði og vanari keppendur settu flestir persónuleg met auk þess sem sjö ný Íslandsmet voru slegin.
Laufey Kristjáns sló þrjú Íslandsmet, Íslandsmetið í hnébeygju í 69 kg. M2 tvisvar (110,5 og 112,5 kg.) og nýtt Íslandsmet í réttstöðulyftu í flokknum (132,5 kg.) og í samanlögðu (307,5 kg.). Sigga Snorra setti nýtt Íslandsmet í bekkpressu í 76 kg. M2 (132,5 kg.) Þá sló Finnur Freyr Eiríksson tvisvar metið í bekkpressu í 83 kg. M1 (135,5 og 137,5 kg). Auk þess voru fjölmörg PB slegin, árangur keppenda KFR er eftirfarandi:
Kristín Ninja, M1 -63, var að keppa í fyrsta sinn í dag Hb. 67,5, Bp. 50, Rl 92,5 total 210 kg. 1. verðlaun.
Brynhildur, M1 -84, átti frábæran dag og setti PB í öllum greinum og samanlögðu, Hb. 100, Bp. 65 og Rl. 115 total 280 kg. og 1. verðlaun.
Áslaugu M1 +84 gekk mjög vel á sínu fyrsta móti með 9 gildar lyftur, Hb. 110, Bp. 55 og Rl. 110, 275 kg. total og 1. verðlaun.
Kristín Huld M2 -63, Hb 90, Bp. 57,5, Rl. 102,5 total 245 kg. Góður árangur eftir langt hlé frá keppni.
Laufey Kristjáns, M2 -69, átti frábæran dag, Hb. 112,5, nýtt Íslandsmet, Bp. 62,5 og Rl. 132,5 líka nýtt Íslandsmet. Total 307,5 kg. nýtt Íslandsmet og 1. verðlaUN.
Kristín Björk, M2 -69, var að keppa í sitt fyrsta sinn, Hb. 80, Bp. 50, Rl. 102,5 , total 232,5 kg. og 2. sæti í flokki M2 og 2. sæti á eftir Laufeyju.
Sigga Snorra, M2 -76, átti líka frábæran dag, Hb.137,5, (nýtt PB). Bp. 75 kg. Íslandsmet, Rl. 145, total 357,5 kg.(PB). 1. Verðlaun og stigahæst í öldungaflokki kvenna á mótinu í dag.
Ólöf Rós, M2 -76, lyfti Hb. 95, Bp. 57,5 og Rl.125 (PB) total 277,5 jöfnun á hennar best og 2. sæti á eftir Siggu
María Arthúrsdóttir, -84 M2, var að keppa í fyrsta sinn í dag og átti virkilega flott fyrsta mót, Hb. 127, 5, Bp. 60 og Rl 130, total 317,5 kg. 1. verðlaun.
Finnur Freyr -83 M1 sló Íslandsmetið í bekkpressu tvisvar í dag. Hb. 180, Bp. 137,5 og Rl. 195 total 512,5 kg. 2. sæti.
Andri Fannar -93 M1 átti frábæran dag og var með PB í öllum greinum og samanlögðu, Hb. 180, Bp. 120 Rl. 215, total 505 kg. 2. sæti.
Eiríkur Elís -93 M1 var að keppa í fyrsta sinn og lyfti Hb. 145, Bp. 90, Rl. 140, total 375 kg. 3. Sæti.
Helgi Gunnar -105 M1 átti góðan dag með Hb. 145, Bp. 120 og RL. 180, en það gekk ekki nógu vel með 200. Total 480 kg. 1. verðlaun.
Helgi Már var að keppa í fyrsta sinn og lenti í öðru sæti á eftir Helga Gunnari, Hb. 145, Bp. 107,5 og Rl. 185, total 437,5 kg.
Bergþór -93 M2, var að keppa í fyrsta sinn í klassík og lyfti Hb. 130, Bp.100 Rl. 155, total 385 kg. 1. verðlaun.
Gísli Hall, -105 M2, setti mörg PB, Hb. 162,5 (PB), Bp. 125 (PB), Rl. 200, total 487,5 kg. (PB). 1. verðlaun.
Dagur, -105 M2, átti frábæran dag og mörg PB. Hb.120 (PB), Bp. 115 og Rl. 167,5 (PB) total 402,5kg.(PB) og var í 2. sæti á eftir Gísla.
Erlingur Viðar -74 M4 bætti líka mörg PB á mótinu, Hb. 85, Bp. 55 (PB) og Rl 120 (PB) total 260 (PB) í og varð í 1. sæti. Þess má geta að Erlingur var aldursforseti mótsins, 83ja ára.

